Málstofa um fiskisjúkdóma

Deila:

Árni Kristmundsson, deildarstjóri rannsóknardeildar fisksjúkdóma á tilraunastöð HÍ á Keldum flytur á málefstof þann 19. október erindi um sjúkdóma í villtum íslenskum laxfiskum. Erindið heitir: „Tetracapsuloides bryosalmonae og PKD nýrnasýki í villtum íslenskum laxfiskum – Samanburður á tíðni smits og sjúkdóms frá tveimur mismunandi tímabilum“.

Fram kemur á vef Hafró að PKD-nýrnasýki sé alvarlegur sjúkdómir sem herjar á laxfiska í ferskvatni. Hann orsakast af smásækju sníkjudýri sem þarfnast tveggja hýsla til að ljúka lífsferli sínum; laxfiska og mosadýra.

„Sjúkdómurinn hefur lengi verið þekktur erlendis og valdið þar umtalsverðu tjóni, bæði í eldisfiski og villtum laxfiskastofnum. PKD-nýrnasýki er beintengd vatnshita, sem þarf að ná a.m.k. 12°C í nokkrar vikur svo fiskar sýni sjúkdómseinkenni. Sníkjudýrið er þó fært um að ljúka lífsferli sínum við lægri vatnshita og viðhalda smiti í köldu árferði.

Samfara hlýnandi veðurfari hefur sýkin verið vaxandi vandamál í villtum laxfiskastofnum í Evrópu og greinist nú á norðlægari slóðum en áður, s.s. á Íslandi og Alaska. Á sama tíma hefur bleikjustofnum hnignað víða á Íslandi, einkum í grunnum láglendisvötnum þar sem vatnhiti yfir sumarið getur orðið umtalsverður.“

Tími: 19. október, 12:30-13:00
Staður: Stóri fundarsalurinn á fyrstu hæð Fornubúða 5, Hafnarfirði
Streymi: Beint á YouTube-rás Hafrannsóknastofnunar
Tungumál fyrirlesara: Íslenska en glærur verða á íslensku og ensku

 

Deila: