Frestur til flutnings aflahlutdeilda að renna út

Deila:

Frestur til að flytja hlutdeildir milli þessa fiskveiðiárs og þess næsta rennur út í lok mánaðarins. Samkvæmt gildandi reglugerð og með hliðsjón af stjórnsýslulögum verða umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflahlutdeilda og krókaaflahlutdeilda milli skipa, ásamt fullnægjandi fylgigögnum, að hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 31. júlí 2018, eigi flutningurinn að hafa áhrif á úthlutun fiskveiðiársins 2018/2019.

Deila: