Leggja meira fé í umhverfisvottanir

Deila:

Sókn eftir umhverfisvottun Marine Stewarship Council, MSC, hefur verið færð ofar á verkefnalista færeyskra stjórnvalda. Í fjárlagafrumvarpi færeysku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár verður framlag til þessarar sóknar verið hækkað.

Framlag til undirbúnings umhverfisvottunar hjá Hafrannsóknastofnun Færeyja var lækkað á þessu ári um 9,5 milljarða króna, en á fjárlögum næsta árs hækkar framlagið um 22 milljarða. Fjárhæðinni er ætlað að auka starfsgetu Hafrannsóknastofnunarinnar til að skipa betur opinberum rannsóknum um stöðu fiskistofna og forgangsraða nauðsynlegum rannsóknum á fiskitegundum sem leita skal eftir umhverfisvottun fyrir. Vottanir á sjálfbærni einstakra fiskistofna hjá alþjóðlegum stofnunum hafa undið upp á sig síðustu árin.

„MSC er sú vottunarstofa sem mestrar virðingar nýtur í vottun á sjálfbærni fiskveiða í heiminum. Vottun hennar er forsenda þess að fiskframleiðendur geti boðið og selt afurðir sínar á þeim mörkuðum sem hæst greiða fyrir þær. Þessar vottanir eru umfangsmiklar og kalla á meiri upplýsingar um fiskstofna og fiskveiðistjórnun. Með hærra framlagi er ætlunin að tryggja að vinnan við öflun vottana á fiski veiddum við Færeyjar verði markvissari og vinnunni komið í fastara form,“ segir í frétt frá færeyskum stjórnvöldum.

Nú eru veiðar á ýsu, ufsa, löngu, keilu, gulllaxi og hörkudiski með vottun frá MSC.

 

Deila: