Tíu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna

Deila:

Níu karlar og ein kona sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna en umsóknarfrestur um stöðuna rann út í síðustu viku.

Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á stjórnun og rekstri hafna sveitarfélagsins. Meðal annars voru gerðar kröfur um háskólapróf sem nýttist í starfi, reynslu af stjórnun eða rekstri, samningagerð og verklegum framkvæmdum hafna ef kostur væri.

Þessi tíu sóttu um starfið:

Ásgeir Rúnar Harðarson , byggingartæknifræðingur, Kópavogi
Guðmundur Helgi Sigfússon, byggingartæknifræðingur, Neskaupstað
Guðni Örn Hauksson, verkefnastjóri, Akureyri
Hákon Ásgrímsson, verkfræðingur, Reyðarfirði
Júlíana Haraldsdóttir, viðskiptafræðingur, sérfræðingur í fjármálum fyrirtækja og rekstri, Eskifirði
Ketill Hallgrímsson, B.sc. umhverfis- og orkufræði, Reyðarfirði
Ólafur Hreggviður Sigurðsson, íþróttakennari, Seyðisfirði
Óskar Þór Hallgrímsson, skipstjóri, Fáskrúðsfirði
Páll Hermannsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Steinn Hrútur Eiríksson, viðskiptafræðingur MBA, Fáskrúðsfirði

Frétt og mynd af http://www.austurfrett.is/

 

Deila: