Óvenjuleg afföll vegna kulda

Deila:

Í síðustu viku lauk slátrun á Hringsdal þar sem allar kvíar hafa verið tæmdar. Afföll voru 19,5% sem er heldur meira en áætlanir gera ráð fyrir. Ástæðan er óvenju lágur sjávarhiti en slíkar aðstæður skapa aukna hættu á afföllum. Þrátt fyrir það er niðurstaðan í Hringsal ein sú besta sem sést hefur á Íslandi frá byrjun laxeldis.

Svo segir í tilkynningu frá fiskeldisfyrirtækinu Arnarlaxi. Þar segir ennfremur.

„Í Tálknafirði hafa 197 tonn af fiski drepist vegna vetrarsára auk þess sem 125 tonn drápust vegna flutninga úr kví sem tæma þurfti vegna bilunar sem kom upp í búnaði fyrr í vetur. Fyrirfram lá fyrir að fórnarkostnaður vegna flutninga úr tiltekinni kví yrði mikill en ekki er ólíklegt að heildarafföll í ár verði um 1500 tonn af 2016 kynslóðinni. Það er innan við 10% af ársframleiðslu fyrirtækisins.

Tjón vegna atvika í vetur er töluvert en áætlanir gera ráð fyrir afföllum í ákveðnu hlutfalli af ársframleiðslu.

Allar upplýsingar er varða rekstur, lífmassa og heilsu laxanna okkar eru sendar til hlutaðeigandi eftirlitsaðila eins og reglur gera ráð fyrir.“

Sjá viðtal við Kristian Matthiasson forstjóra Arnarlax við Undercurrentnews.com

 

Deila: