Myndband af móttökuathöfn Engeyjar RE 91

Deila:

„Endurnýjun flotans er mjög mikilvæg fyrir fyrirtækið, það mun draga úr viðhaldskostnaði og auka gæði afla, stórbætir aðbúnað áhafnar um borð og vinnsluaðstöðu. Það var kominn tími á þetta og nauðsynlegt að endurnýja gömul skip,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.

Engey RE 91, nýi glæsilegi ísfisktogari HB Granda kom til heimahafnar í Reykjavík þann 7. apríl síðastliðinn. Boðið var til móttökuathafnar við Norðurgarð að því tilefni og gafst fólki sömuleiðis tækifæri til að skoða skipið. Fjölmargir nýttu sér tækifærið og skoðuðu skipið í heimahöfn.

„Þetta skip gerir okkur íslendinga stolta, þetta er góður vinnustaður,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra. „Hvernig sem á málið er litið þá er þetta gríðarlega mikill hamingjudagur fyrir íslenska þjóð að fá skipið hingað heim“.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er meðal annars rætt við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra HB Granda, Birki Hrannar Hjálmarsson, útgerðarstjóra Ísfiskskipa, Friðleif Einarsson, skipsstjóra á Engey RE 91, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra.

https://www.hbgrandi.is/frettir/frett/2017/04/24/Mottokuathofn-Engeyjar-RE-91/?NavigationYear=2017&NavigationMonth=04

 

 

Deila: