Dæmdur fyrir að fara ekki með veika áhöfn í land

Deila:

Skipstjórinn á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni, Sveinn Geir Arnarsson, hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur til að greiða skipverja sem veiktist af COVID 2,2 milljónir króna. Hann er talinn hafa brotið gegn sjómannalögum þegar hann hætti ekki veiðiferð í kjölfar veikinda sem upp komu í skipinu. Í ljós kom að 22 af 25 skipverjum höfðu smitast af kórónaveirunni.

Sveinn Geir var dæmdur til að greiða skipverjanum 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að brjóta gegn sjómannalögum og fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda. Þá greiðir hann 1,8 milljón krónur til skipverjans vegna málskostnaðs.

Athygli vekur að útgerðarstjóri og framkvæmdastjóri útgerðarinnar; Einar Valur Kristjánsson og Valdimar Steinþórsson voru sýknaðir í málinu.

Deila: