Bylting um borð!
World Seafood Congress var haldið í Hörpu um miðjan september. Meginþema ráðstefnunnar í ár var vöxtur í bláa lífhagkerfinu, en bláa lífhagkerfið er tilvísun í mikilvægi hafsins þar sem veruleg tækifæri liggja til vaxtar, nýsköpunar, rannsókna, markaðssetningar með matvælaöryggi, fæðuöryggi, sjálfbærni og matarheilindi að leiðarljósi.
Ráðstefnan var haldin af Matís en þetta er í fyrsta skiptið sem ráðstefnan er haldin á Norðurlöndunum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, hélt erindi um fjárfestingar í veiði og vinnslu og sýndi hann meðal annars brot úr heimildarmyndinni um Ásbjörn sem gerð var fyrr á árinu ásamt nýju myndbandi sem tekið var um borð í Engey í þriðju veiðiferð skipsins í byrjun september.
„Endurnýjun flotans er mjög mikilvæg fyrir félagið, það mun draga úr viðhaldskostnaði og auka gæði afla, stórbætir aðbúnað áhafnar um borð og vinnsluaðstöðu þeirra,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson og bætir við að Engey sé án efa eitt tæknivæddasta fiskiskip landsins.
Í þessum tveimur myndböndum sést vel hvernig tæknivæðing auðveldar vinnu um borð, minnkar álag á áhöfnina og dregur úr slysahættu. Aðbúnaðurinn um borð í Engey, með sjálfvirku lestarkerfi og SUB-CHILLING™ kerfi frá Skaganum 3X er allur miklu betri en í gamla Ásbirni.
Myndböndin má sjá á eftirfarandi slóð: