Fjórir sviptir veiðileyfi

Deila:

Fiskistofa svipti fjóra báta veiðileyfi í janúar og febrúar. Bátarnir misstu leyfið tímabundið af ýmsum ástæðum.

Unnur Ben ÁR 33, var svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni, vegna afla umfram aflaheimildir.  Skipið fékk leyfið að nýju þann 1. mars, eftir að aflamarksstaða þess hafði verið lagfærð.

Bliki ÍS-414 var sviptur veiðileyfi í viku vegna brota á ákvæðum reglugerðar um veiðar á lúðu.

Þá svipti fiskistofa tvo báta leyfi vegna vanskila á afladagbók. Það voru Sæborg NS og Guðlaug GK. Sviptingin gildir þar til skil hafa verið gerð eða skýringar hafa verið gefnar á ástæðum vanskila.

 

 

 

Deila: