Lágt hlutfall íss í gámafiski

Deila:

Fiskistofa hefur birt niðurstöður eftirlits með íshlutfalli í afla sem landað er til útflutnings óunninn í gám hjá skipum sem nota fast ísfrádrag á hafnarvog sbr. 2. mgr. 8. gr. reglug. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla. Í mörgum tilfellum er hlutfall íss of lítið.

Fast íshlutfall í slíkum tilvikum er 12%. Eftirlit Fiskistofu byggist á því að velja af handahófi kör frá veiðiskipi, aðskilja ís frá afla og reikna út raunverulegt íshlutfall í aflanum við útflutning í gámi.

Komi upp veruleg frávik við slíkt eftirlit er heimilt að leggja mælingu Fiskstofu til grundvallar aflaskráningu sbr. 2. mgr. 5 gr. sömu reglugerðar.

Bláu súlurnar á myndinni hér að neðan sýna niðurstöður mælinga Fiskistofu á íshlutfalli. Til samanburðar sýna appelsínugulu súlurnar fast 12% ísfrádrag fyrri löndunar sömu skipa. Í tilviki Dala Rafns var engin löndun til útflutnings á tímabilinu fyrir löndunina 24. október og því birtist eingöngu mæling Fiskistofu.

 

Deila: