Guðjón A. Kristjánsson látinn

Deila:

Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins, er látinn eftir baráttu við krabbamein. Guðjón fæddist á Ísafirði 5. júlí 1944. Hann lauk fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og starfaði sem skipstjóri um þriggja áratuga skeið, eða frá árinu 1967 til 1997.

Guðjón var alþingismaður Vestfirðinga frá 1999 til 2003 og alþingismaður Norðvesturkjördæmis frá 2003 til 2009 fyrir Frjálslynda flokkinn. Þá var hann varaþingmaður Vestfirðinga á árunum 1991 til 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón lætur eftir sig eiginkonu og sjö uppkomin börn.

 

Deila: