Loks á leið heim

Deila:

Loksins, loksins hillir undir að Breki VE og Páll Pálsson ÍS leggi af stað heim á leið frá Kína. Brottför áætluð um miðja næstu viku og gælt við að Breki komi til Eyja á sjálfan lokadaginn, 11. maí samkvæmt frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

Áhafn­irnar búa sig undir 35-40 gráða hita á hluta heimleiðarinnar sem tek­ur um 50 daga. Kæli­búnaður hef­ur verið sett­ur upp í brú, íbúðum og vél­ar­rúmi.

„Finnur Kristinsson hefur verið ötull við að segja Kínasögur og leyfa okkur sem heima sitjum að fylgjast með gangi mála í skipasmíðastöðinni eystra á Fésbók undanfarin misseri eða öllu heldur gangsleysi og kyrrstöðu á löngum köflum.

Tímunum saman var allt við hið sama og verkin hreyfðust ekki án nokkurra skýringa eða sýnilegra ástæðna.

Magnús Ríkharðsson, skipstjóri dregur íslenska fánann upp.

Magnús Ríkharðsson, skipstjóri dregur íslenska fánann upp.

Áhöfn Breka var öll komin til Kína 9. mars og hefur undirbúið heimsiglinguna undanfarna daga. Þáttaskil urðu þegar kínverski fáninn var dreginn niður og Magnús skipstjóri Ríkarðsson flaggaði þeim íslenska í staðinn. Þá varð Breki formlega VE og stórt Eyjabros tók sig upp heima og heiman.

Fyrsti hádegisverðurinn um borð markaði líka tímamót: „Heimagerð pizza ,,A LA INGO“. Rosalega góð og andrúmsloftið í borðsalnum sérlega gott,“ skráði Finnur á Fésbók.

Svo var björgunaræfing um borð eins og reglur kveða á um, undir stjórn skipstjórans. Allt eftir bókinni,“ segir á heimasíðunni.

Fleiri Breka- og Kínamyndir frá Finni Kristinssyni

 

Deila: