Er þorskstofninn við Færeyjar að braggast?

Deila:

Mjög lítið hefur verið mörg undanfarin ár um þorsk og ýsu á landgrunni Færeyja. Er það lengsta skeið með lítilli fiskigengd í að minnsta kosti heila öld. Nú horfir eitthvað betur til, því í nýafstöðnum leiðangri færeysku hafrannsóknastofnunarinnar varð vart við meira af þorski, ýsu og lýsu en áður.

Þorskur á færeyska landgrunninu í vorleiðangri.

Þorskur á færeyska landgrunninu í vorleiðangri.

 

Einnig fékkst mikið af rauðsprettu og kolmunna, en af öðrum tegundum eins og ufsa, gulllaxi, þykkvalúru, spærlingi, var afli í meðallagi. Minna fékkst af keilu og karfa. Magainnihald sýndi að mikið var um sandsíli.

Ysa og þorskur á Færeyjabanka 2018.

Ýsa og þorskur á Færeyjabanka 2018.

Staðan á Færeyjabanka er ekki sú sama. Magnið af þorski þar var jafnlítið og það hefur verið frá 2006. Nokkuð af smáfiski fékkst og gæti það verið batamerki. Mikið fékkst hins vegar af ýsu á Bankanum eins og í fyrra og var töluvert af smáýsu í aflanum. Misjafnt hefur verið af smokkfiski og skötusel og engin lúða hefur fengist frá árinu 2014. Eins og á landgrunninu sýnir magainnhald að mikið er um sandsíli á Færeyjabanka.

Deila: