32 dagar duga ekki

Deila:

Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að  fjöldi daga til grásleppuveiða á yfirstandandi vertíð verði 32 kemur Landssambandi smábátaeigenda á óvart. Ljóst er að sá dagafjöldi muni ekki nægja til að ná þeim heildarafla sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til.

„LS hefur reiknað út að miðað við gang veiða í upphafi vertíðar, þátttöku í þeim og sömu þróunar og var á síðustu vertíð, verði afli á 32 daga vertíð innan við 2/3 af þeim heildarafla sem Hafrannsóknastofnun ráðleggur.  Allt útlit er því fyrir að ákvörðun ráðherra leiði til skerðingar á afla með tilheyrandi tekjutapi fyrir grásleppusjómenn.   Auk þessa eru markaðir fyrir grásleppuhrogn og kavíar í hættu ef varan verður ekki fáanleg,“ segir í færslur á heimasíðu Landssambandsins.

Fulltrúar LS munu funda með ráðuneytinu um málefnið nk. mánudag.  Þar verða kynnt sjónarmið og útreikningar sem liggja á bakvið ósk grásleppunefndar um 40 daga.  Á fundinum mun LS óska eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun ráðherra um 32 veiðidaga.

 

Deila: