Rannsaka örplastmengun í kræklingi

Deila:

Umhverfisstofnun hefur samið við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum að rannsaka umfang örplastmengunar í kræklingi á völdum stöðum við Ísland. Þetta er einnig áfangi í að leggja grunn að frekari rannsóknum á örplasti í hafinu og lífríki þess við Ísland.

Sýnatökur hafa verið í gangi í sumar og klárast um miðjan september. Í kjölfarið verður farið í greiningar á plastinu. Notaðar verða sömu greiningaaðferðir og í norsku NIVA rannsókninni frá 2017, þar sem plastagnir eru flokkaðar og stærðarmældar; 0,15 – 5 mm (örplast) og > 5 mm (stærri plastagnir). Til að staðfesta að agnir séu plastefni, verður gerð prófun með heitri nál. Fjöldi agna pr. dýr er síðan áætlaður.

Niðurstöður, sem bornar verða saman við önnur lönd þar sem sambærilegum aðferðum hefur verið beitt á skelfisk, eru væntanlegar fyrir lok ársins 2018.

 

Deila: