Mikið brennur inni af humarkvótanum

Deila:

Nú er ljóst að miklar aflaheimildir í humri brenna út um kvótaáramótin næstkomandi. Nýtt fiskveiðiár hefst fyrsta september, en nú þegar þrír dagar eru í það, eru ónýttar heimildir til veiða á 227 tonnum, miðað við slitinn humar. Það er nærri jafnmikið og veiðst hefur á fiskveiðiárinu.

Aflinn nú er 240 tonn, en útgefnar heimildir eru 467 tonn eftir millifærslu upp á 113 tonn frá síðasta fiskveiðiári. Að loknum leyfilegum millifærslum nú gætu um 100 tonn verið ónýtt um „áramótin“.

Aðeins níu bátar hafa landað humri á fiskveiðiárinu. Jón á Hofi ÁR er með mestan afla, 43 tonn. Næst kemur Þinganes ÁR með 40,4 tonn og síðan Skinney SF með 40,1 tonn. Þar á eftir koma Þórir SF með 33 tonn, Drangavík VE með 29,4 tonn, Fróði ÁR með 23,9 tonn, Brynjólfur VE með 22,4, Sigurður Ólafsson SF með 6,5 tonn og Maggý VE með 1,2 tonn.
Á myndinni eru humarbátar Hornfirðinga að landa í Grindavík.

Deila: