Greiddu 4,5 milljarða í skatta og opinber gjöld

Deila:

Alls námu greiddir og innheimtir skattar ásamt opinberum gjöldum SVN samstæðunnar 4,5 milljörðum króna á árinu 2017. Ekki eru metin margfeldisáhrif vegna kaupa á innlendum vörum og þjónustu. Meðaltal heildarlauna var 10,2 milljónir króna.

Endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers hefur reiknað út svonefnt samfélagsspor Síldarvinnslusamstæðunnar fyrir árið 2017. Samfélagsspor er tiltekin aðferðafræði sem notuð er til að greina heildarframlag fyrirtækja til samfélagsins í formi skatta og opinberra gjalda. Til Síldarvinnslusamtæðunnar töldust árið 2017 auk móðurfélagsins Bergur-Huginn ehf., Fóðurverksmiðjan Laxá hf., Runólfur Hallfreðsson ehf. og SVN eignafélag ehf.

 

SVN Samfelagsspor_2017

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er getið um nokkrar mikilvægar niðurstöður samfélagssporsins:

 

  • Veiðiheimildir samstæðunnar á árinu voru 18.200 tonn í þorskígildum.
  • Fjöldi ársverka var 360.
  • Rekstrartekjur samstæðunnar námu 18,5 milljörðum kr. á árinu.
  • Meðaltal heildarlauna starfsmanna á árinu voru 10,2 milljónir króna.
  • Staðgreiðsla af launum starfsmanna nam 1.176 milljónum króna.
  • Meðallaunakostnaður á hvert ársverk var 13,9 milljónir króna með launatengdum gjöldum.
  • Samstæðan greiddi 307 milljónir króna í tryggingagjald.
  • Framlög í lífeyrissjóði námu 402 milljónum króna.
  • Samstæðan greiddi 530 milljónir króna í veiðigjöld.
  • Samstæðan greiddi 172 milljónir í kolefnisgjald.
  • Greiddar voru 186 milljónir í hafnargjöld og 84 milljónir í fasteignagjöld.
  • Fjármagnstekjuskattur nam 267 milljónum króna.
  • Alls námu greiddir og innheimtir skattar ásamt opinberum gjöldum samstæðunnar 4,5 milljörðum króna á árinu 2017. Ekki eru metin margfeldisáhrif vegna kaupa á innlendum vörum og þjónustu.
  • Til viðbótar við samfélagssporið styrkti Síldarvinnslusamstæðan sérstaklega ýmis samfélagsverkefni um 70-80 milljónir á árinu 2017. Má þar nefna styrki til listastarfsemi og íþróttastarfsemi ásamt styrkjum til björgunarsveita og annarra mikilvægra félagasamtaka. Þá hefur Síldarvinnslan lagt mikla áherslu á styrkveitingar til heilbrigðismála.

 

Deila: