Ýsa að hætti V-12

Deila:

Ýsa er yndislegur fiskur. Einstakur matfiskur með hlutlausu bragði, sem tekur vel við nánast hvaða kryddi sem er. Þessi uppskrift varð til hjá okkur í Vogalandinu og þess vegna nefnum við hana Ýsu að hætti V-12. Hún féll vel í kramið hjá afkomendum á öllum aldri og því mælum við með henni sem hversdagslegum veislurétti.

Innihald:

600 g ýsa roðflett og beinlaus
3 msk hveiti
1 tsk karrý
2 bananar
1 epli
1 rauðlaukur
6 sveppir
8 beikonsneiðar
1 ½ peli rjómi
200-300 g rifinn ostur
salt og pipar

Aðferð:

Skerið ýsuna í hæfilega bita. Blandið saman hveiti og karrý og veltið bitunum upp úr blöndunni. Léttsteikið bitana á pönnu og leggið síðan í eldfast mót og kryddið með salti og pipar. Skerið bananana og eplið í sneiðar og dreifið yfir fiskinn. Sneiðið rauðlaukinn og sveppina og steikið á pönnu. Hellið rjómanum út á pönnuna og þykkið með sósujafnara. Beikonið er skorið í bita og steikt á annarri pönnu og dreift yfir fiskinn.  Hellið rjómasósunni loks yfir fiskinn í mótinu og dreifið rifna ostinum yfir. Bakið í ofni við 180 gráður þar til osturinn er orðinn gullinn.
Berið fram með hrísgrjónum og brauði að eigin vali.

 

Deila: