Samdráttur í útflutningi frá Færeyjum

Deila:

Útflutningur sjávarafurða frá Færeyjum dróst saman á fyrstu níu mánuðum ársins um 15% í verðmæti og 8% í magni. Heildarverðmætið á þessu tímabili nú varð um 98 milljarðar íslenskra króna. Það er samdráttur um 17 milljarða króna eða 15%. Magnið nú er 320.229 tonn, sem er 26.483 tonnum minna en á sama tíma í fyrra, eða 5%.

Á síðustu árum hefur verið útflutningurinn vaxi á hefur ár, um 8% frá 2014 til 2015, um 17%  frá 2015 til 2016 og um 7% frá 2016 til 2017.

Í útflutningum jókst verðmæti í þorski, ufsa og ýsu samtals um 7%. Á hinn bóginn varð mikill samdráttur í sölu á laxi eða um 21% og verðmæti útflutts uppsjávarfisks féll um 38%.

Verðmæti helstu botn fisktegundanna hækkar þrátt fyrir að magnið hafi staðið í stað. Skýringin á því er að hlutfall þorsks af heildinni hefur hækkað en hlutur ufsa minnkað. Þorskurinn er verðmætari afurð en ufsinn. Magnið í uppsjávarfiskinum fellur um 19% en hlutfallsleg lækkun útflutningsverðmætis er tvöfalt meiri. Það bendir til þess að annaðhvort hafi verðið lækkað á öllum tegundum eða hlutfall kolmunna í heildinni hafi hækkað en hann er ódýrasta afurðin í þessum flokki.

Deila: