Krónan og sjávarútvegurinn

Deila:

Krónan og sjávarútvegurinn hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt í heila öld en nýverið hefur sambandið orðið einhliða. Krónan hefur áfram mikil áhrif á afkomu sjávarútvegsins en afkoma sjávarútvegsins hefur sífellt minni áhrif á krónuna en það skýrist af minnkandi hlut sjávarútvegsins í útflutningstekjum landsins samkvæmt færslu á heimasíðu Arion banka.

„Afkoma í sjávarútvegi var mjög góð árin 2009-2015 en hefur versnað hratt síðan þá vegna gengisþrýstings sem er tilkomin vegna mikils uppgangs í ferðaþjónustu. Söguleg fylgni raungengis á mælikvarða launa og afkomu sjávarútvegsins er býsna mikil en raungengi á mælikvarða launa mælir hversu dýrt vinnuafl er hér á landi samanborið við vinnuafl í helstu viðskiptalöndum okkar. Út frá sögulegri fylgni þessara stærða og nálgun okkar á þróun raungengis sem byggir á spá okkar um gengis- og launaþróun má ætla að afkoma í sjávarútvegi muni versna eilítið 2018 en fara svo batnandi næstu ár,“ segir í færslunni.

 

Deila: