Síldarvinnslan enn framúrskarandi

Deila:

Enn eitt árið hefur Síldarvinnslan hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki en Síldarvinnslan hefur hlotið slíka viðurkenningu árlega frá árinu 2012. Í ár eru 857 fyrirtæki á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki en það eru um 2% íslenskra fyrirtækja. Einungis þau fyrirtæki sem standa í fremstu röð eiga möguleika á að komast í flokk framúrskarandi fyrirtækja en kröfurnar sem gerðar eru til slíkra fyrirtækja eru eftirfarandi:

 

  • Ársreikningi skilað á réttum tíma.
  • Lánshæfisflokkur 1-3.
  • Rekstrarhagnaður jákvæður þrjú ár í röð.
  • Ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð.
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK.
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir kr. 2017.
  • Fyrirtækið virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.
  • Eignir yfir 100 milljónir kr. árið 2017, 90 milljónir 2016 og 80 milljónir 2015.

 

Þegar mat á fyrirtækjum fer fram er þeim skipt í þrjá stærðarflokka: Lítil fyrirtæki með eignir sem nema 100-200 milljónir króna, meðalstór fyrirtæki með eignir sem nema 200-1.000 milljónir króna og stór fyrirtæki með eignir sem nema 1.000 milljónum króna eða meira.

Alls eru 235 stór fyrirtæki á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki og í þeim flokki er Síldarvinnslan í tuttugasta sæti. Eignir fyrirtækisins eru 51.575.440 þúsundir kr. og eigið fé 33.009.877 þúsundir kr. eða 64%. Þá kemur fram að Síldarvinnslan er fimmtándi hæsti greiðandi tekju- og eignaskatts á landinu en alls greiddi fyrirtækið í slíka skatta 617.018 þúsundir kr. á árinu 2017.

 

Deila: