Auglýst eftir togara í togararall

Deila:

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, óska eftir tilboðum í leigu á togara til verkefnisins „Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum“. Að þessu sinni er óskað eftir einum togara á NA-svæði í þrjár vikur í mars árið 2019.

Um er að ræða mjög mikilvæga rannsókn með þátttöku rannsóknaskipa og tveggja togara. Svonefndir Japanstogarar hafa lengst af verið notaðir í verkefninu, en vakin er athygli á að bjóða má alla togara af ákveðinni stærð og hafa skilyrði verið rýmkuð frá fyrri útboðum. Flestir þeirra togara sem tekið hafa þátt í verkefninu hingað til hafa verið seldir úr landi og því mikilvægt að fá ný skip í verkefnið.

 

Deila: