Sólberg heldur heim

Deila:

Sólberg ÓF 1 er lagt af stað heimleiðis frá skipasmíðastöð í Tyrklandi. Skipið fór í prufusiglingu í gær og lá svo úti fyrir Istanbúl í nótt og nú fram til kl. 15 að íslenskum tíma. Hefur væntanlega verið að taka olíu og birgðir fyrir heimsiglinguna en stefnir nú frá Istanbúl og út úr Marmarahafi inn á Kyrrahaf.

Skipið gekk mjög vel í prufusiglingunni og fór vel yfir 15 mílur. Sólberg er frystitogari og leysir af hólmi frystitogarana Mánaberg, 43 ára, og Sigurbjörgu, 36 ára. Nýja skipið er 80 metra langt og 15,4 metrar á breidd og verður mjög sparneytið. Í áhöfn verða 34, en kojur verða fyrir 38. Frystigetan verður 90 tonn af afurðum á sólarhring.

Deila: