Smábátar í brennideplinum
Útgerð smábáta er helsta umfjöllunarefnið í nýjasta tölublaði Ægis. Þar er fjallað um grásleppuvertíðina á Drangsnesi, púlsinn tekinn á bryggjunni á Siglufirði og rætt við Vigfús Ásbjörnsson, strandveiðimann á Hornafirði.
Þá er einnig rætt við trillukarla í Grindavík. Þá Harald Björn Björnsson og Magnús Guðjónsson og fjallað um sterka stöðu þorskstofnsins og margt fleira.