Ekkert erfitt, bara misskemmtilegt

Deila:

Grindvíkingurinn Svavar Þór Svavarsson er maður vikunnar hjá okkur á kvotinn.is og svarar spurningum okkar um líf sitt og starf. Hann hefur starfað hjá Gjögri í Grindavík undanfarin ár og líkar það mjög vel. „Flott fyrirtæki“ segir hann.
Nafn:
Svavar Þór Svavarsson

Hvaðan ertu?

Ég er búinn að vera í Grindavík alla mína tíð

Fjölskylduhagir:

Er giftur Pathumrattana Svavarsson og eigum við tvö börn Ísabellu Ósk og Svavar

Hvar starfar þú nú?

Ég starfa hjá Gjögri fiskvinnslu í Grindavík og hef verið þar síðan 2003.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveginn?

Ég byrjaði að vinna í Hælsvík árið 1996. Var þar eina vertíð og svo var það Fiskanes 1997, ein vertíð, þá var það Hóp hf. 1998 -2003 og Gjögur síðan 2003.

Hvað er skemmtilegast við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Skemmtilegast er þegar það er góður mórall og félagsskapurinn og hlutirnir ganga upp og ekkert bilar. Við erum með svo gamlar vélar.

En það erfiðasta?

Það er í sjálfu sér ekkert erfitt, bara misskemmtilegt

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það er nú margt skrýtið, sem maður hefur séð. Ég man eftir einu atviki þegar karlmaður var að reyna að negla saman eitt bretti. Hann gat það ekki. Þá var það kona sem dró hann að landi með brettaviðgerðina. Þetta er eftirminnilegt.

Hver er eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Eftirminnilegasti vinnufélaginn er Þorsteinn Guðmundsson frá Hópi.

Hver eru áhugamál þín?

Ég hef mikinn áhuga á bílum. Það fer ekki framhjá neinum sem býr í Grindavík og svo eru það ferðalög erlendis.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Besti matur er léttreyktur lambahryggur með öllu tilherandi og ekki skemmir að hafa kartöflusalatið sem mamma gerir.

Hvert færir þú í draumafríið?

Ég fer reyndar mikið til Tælands. Það væri gaman að koma til Víetnam og skoða Kambodíu betur.

Við munum framvegis vera með svona kynningu á á fólki sem stendur vaktina í sjávarútveginn og vinnur að verðmætasköpun fyrir samfélagið. Samtölin verða á föstudögum og gott væri að fá ábendingar fá lesendum um áhugavert og skemmtilegt fólk til að spjalla við. Slíkar ábendingar væri fínt að fá á netfangið hjortur@kvotinn.is

 

Deila: