Eimskip auglýsir eftir forstjóra

Deila:

Eimskip óskar nú eftir að ráða forstjóra. Stjórn Eimskipafélags Íslands hf. og forstjóri félagsins Gylfi Sigfússon hafa komist að samkomulagi um að Gylfi láti af störfum sem forstjóri um næstu áramót. Frá 1. janúar 2019 mun hann stýra daglegum rekstri Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada, ásamt  flutningsmiðlunarfyrirtækinu Eimskip Logistics.

„Félagið býður öflugum leiðtoga spennandi starf í alþjóðlegu umhverfi. Viðkomandi þarf að búa yfir framsýni og krafti til að leiða fyrirtækið áfram inn í framtíðina.

Umsóknarfrestur er til og með 16. desember n.k. og skulu umsóknir fylltar út á hagvangur.is Umsókninni skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is og Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.

Forstjóri stýrir daglegum rekstri, mótar stefnu í samráði við stjórn og ber ábyrgð á að ná settum markmiðum ásamt þeim úrvals mannauði sem hjá félaginu starfar,“ segir í frétt á heimasíðu Eimskips.

Deila: