Ráðstefna um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt

Deila:

Strandbúnað 2019, ráðstefnu um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, 21.-22. mars.

Skráning er hafin og ef um er að ræða hópskráningu, 5 eða fleiri er hægt að fylla út exelskjal og senda á Þórunn Dögg Harðardóttir (thorunn@athygliradstefnur.is)

Vakin er athygli á að hægt er að vera með veggspjöld fyrir ákveðið gjald, nánari upplýsingar HÉR.   Nemar þurfa ekki að greiða fyrir veggspjöld en þurfa að greiða aðgangseyrir eins og aðrir ráðstefnugestir.

Mörg áhugaverð erindi
Heilbrigðismál er e.t.v. stærsta viðfangsefnið í íslenskum strandbúnaði á næstu árum og áratugum.  Luc Ledoux hjá CID LINES verður með erindi sem hefur heitið ,,Sótthreinsun í söltu vatni og krossmengun“.  Í erindinu verður tekið fyrir hvernig hægt er að sótthreinsa með áhrifaríkum hætti í sjó og við lágt hitastig.  Hvernig er best að koma í veg fyrir krossmengun á milli svæða í fiskeldi.  Fjallað um efnisþátt sótthreinsunarinnar ásamt mannlega þættinum.  Þetta á við þjónustubáta og brunnbáta.Sveinbjörn Oddsson hjá Matorku flytur erindi undir heitinu ,,Endurnýtingarkerfi Matorku, með áherslu á afloftun”. Farið verður yfir hverjar voru hönnunarforsendur og sérstaklega farið yfir afloftunarbúnað til afloftunar á koltvísýringi. Forsendur þeirrar hönnunar raktar og farið yfir virkni búnaðarins, kosti og galla.

Júlíus B. Kristinsson, sem situr í stjórn Strandbúnaðar verður með erindið ,,Tímamót í eldi og ræktun í ferskvatni og sjó og meginstraumar sem hafa áhrif á greinina”.  Uppbygging laxeldis sem atvinnugreinar getur nýst sem fyrirmynd til uppbyggingar annara greina innan fiskeldisins.  Framleiðsla í fiskeldi á heimsvísu vex hratt og fór nýlega framúr framleiðslu í fiskveiðum sem getur ekki vaxið frekar.  Þetta markar tímamót í greininni og við hæfi er að fara yfir þá meginstrauma sem hafa áhrif á hana.

 

 

Dagskrá

 

Deila: