Fjórðungi minni fiskafli

Deila:

Landaður afli íslenskra skipa í apríl var 113.094 tonn sem er 23% minni afli en í apríl 2018. Samdráttur í aflamagni er vegna minni kolmunnaafla en af honum veiddust rúm 61 þúsund tonn samanborið við tæp 94 þúsund tonn í apríl 2018. Botnfiskafli nam 49 þúsund tonnum í apríl sem er á pari við apríl 2018. Aflamagn í ufsa dróst saman um 18% og í karfa um 20%, en mikil aflaaukning í ýsu vegur það upp. Flatfiskafli minnkaði um 15% milli ára og skel- og krabbadýraafli minnkaði um 32%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá maí 2018 til apríl 2019 var tæplega 1.115 þúsund tonn sem er samdráttur um 12% miðað við sama tímabil ári fyrr. Samdráttur í aflamagni er eingöngu vegna minni uppsjávarafla.

Afli í mars, metinn á föstu verðlagi, var 2,5% minni en í apríl 2018.

Í frétt um afla í mars sem gefin var út 15 apríl sl. var villa um heildarafla á tímabilinu apríl 2018 til mars 2019. Aflinn var 1.148 þúsund tonn en ekki 1.305 þúsund tonn. Aðrar tölur um einstaka fisktegundir og flokka voru réttar.

Fiskafli
Apríl Maí-apríl
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 101 99 -2,5
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 146.744 113.094 -23 1.265.625 1.114.635 -12
Botnfiskafli 49.119 49.076 0 481.809 489.801 2
Þorskur 23.433 22.980 -2 282.030 278.533 -1
Ýsa 3.944 7.595 93 40.617 58.961 45
Ufsi 7.473 6.159 -18 58.515 65.690 12
Karfi 7.245 5.805 -20 64.840 55.093 -15
Annar botnfiskafli 7.025 6.537 -7 35.807 31.524 -12
Flatfiskafli 2.195 1.859 -15 24.943 27.035 8
Uppsjávarafli 93.823 61.069 -35 747.848 585.582 -22
Síld 0 0 125.434 124.075 -1
Loðna 0 0 186.333 0
Kolmunni 93.783 60.855 -35 271.063 325.730 20
Makríll 40 214 434 165.017 135.777 -18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 0
Skel-og krabbadýraafli 1.607 1.089 -32 10.990 12.216 11
Annar afli 0 1 35 1 -98

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: