Skrokkur færeysks rannsóknaskips að verða tilbúinn

Deila:

Vinnu við skrokk nýs hafrannsóknaskips fyrir Færeyinga er nú að ljúka Litháen og verður skrokkurinn sjósettur um mánaðamótin. Hann verður síðan afhentur 4. september og þá dreginn til Færeyja þar sem skipið verður klárað í skipasmíðastöðinni á Skála.

Samningur um smíðina var undirritaður í maí 2017. Nýja skipið er 54 metrar að lengd og 12,6 metrar á breidd. Núverandi rannsóknaskip Færeyinga, Magnus Heinason er 44,5 metra langur og 9,5 metrar á breidd. Hann var smíðaður árið 1978.

 

 

Deila: