Humar með hunangi
Nú bjóðum við til veislu. Grillaður humar með hunangs- og hvítvínssmjörsósu, hvorki meira né minna. Þetta er algjör veislu réttur og einnig tilvalinn í rómantískan kvöldverð í hauströkkrinu við kertaljós og góðar „ábreiður“ í græjunum. Íslensku humar er alltaf betur, en nú orðið er lítið mál að fá innfluttan stóran humar kjósi fólk það. Þá gæti einn humar allt að því verið nægilegt á mann. Verði ykkur að góðu
Innihald:
- 16 til 20 humarhalar eftir stærð
- 1 lítill laukur, skorinn í litla báta
- ½ bolli ósaltað smjör
- ½ bolli hvítvín
- ¼ bolli hunang
- 6 stór hvítlaukrif, marin
- 1-2 msk ferskur sítrónusafi
- 1 tsk salt
- mulinn svartur pipar
- 4 sítrónusneiðar
- 2 msk fersk steinselja smátt söxuð
Aðferðin:
- Setjið rist í miðjan forhitaðan ofninn og leggið álpappír í eldfast mót eða ofnskúffuna.
- Þýðið humarinn, ef hann er frosinn, í köldu vatni á 30 mínútur. Þurrkið hann síðan með eldhúspappír.
- Bræðið smjörið í litlum potti á miðlungs hita. Setjið hvítlaukinn út í og látið hann krauma þar til hann mýkist, eða í um það bil eina mínútu. Bætið þá hvítvíninu út í látið sjóða aðeins niður eða í 2-3 mínútur. Bætið þá hunanginu og sítrónusafanum út í og kryddið lítillega með salti og pipar. Hrærið vel í þar til hunangið hefur bráðnað og allt hefur blandast vel saman. Leggið til hliðar.
- Notið beitt skæri eða hníf til opna humarskelina ofan frá og hreinsið görnina og skelbrot út humrinum. Rennið fingrinum í sárið til að losa holdið frá skelinni. Lyftið holdinu upp úr skelinni að mestu leyti en látið neðsta hluta hals halda sér í skelinni. Setjið laukinn í skelina undir holdið.
- Setjið humarhalana á álpappírinn í ofnskúffunni með holdið upp og kryddið þá lítillega með salti og pipar. Notið helminginn af sósunni til að pensla humarhalana og geymið afganginn til að bera fram með réttinum.
- Grillið í ofninum í 8-10 mínútur eða þar til humarholdið er orðið gegneldað og endarnir á skelinni lítillega brenndir
- Berið humarinn fram með sósunni, sítrónusneiðum góðu brauði og salati að eigin vali og hrísgrjónum soðnum með nokkrum asafran þráðum.
- Gott kælt hvítvín fer afskaplega vel með þessum rétti.