Seiðaeldsisstöð Arctic Fish risin

Deila:

Sjö ár eru nú liðin frá því að undirbúningur fyrir uppbyggingu nýrrar seiðaeldisstöðvar Arctic Fish hófst í botni Tálknafjarðar. Stöðin er nú risin og er um að ræða stærstu byggingar á Vestfjörðum, sem hýsa   stærstu seiðaeldisstöð á landinu.  Samtals er stærð bygginganna  meira en 10.000 fermetrar. Kostnaður er orðinn tæplega 4 milljarðar króna sem svarar til kostnaðar við þrjá nýja fullkoma skuttogara að sögn Sigurðar Péturssonar, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish.

Í eldisstöðinni fer fram flókin starfsemi, allt frá klaki, frumfóðrun og til áframeldis í einu fullkomnasta vatnsendurnýtingarkerfi (RAS) í heimi.

Höfuðstöðvar Arctic Fish eru á Ísafirði en nýja landeldisstöðin í botni Tálknafjarðar er grunnurinn að starfseminni. Seiðin eru alin áfram í sjóeldisstöðvum í Dýrafirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Seiðaeldisstöðin er byggð með mögulegri stækkun í huga samhliða frekari uppbyggingu sjóeldis Arctic Fish á Vestfjörðum samkvæmt frétt á bb.is.

Stöðin verður opin gestum síðdegis næsta föstudag.

Deila: