Skert rafmagn hjá fiskimjölsverksmiðjum

Deila:

„Grípa þarf til takmörkunar á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Ástæða aðgerðanna, sem eru ótímabundnar, er samspil erfiðs vatnsbúskapar, hárrar nýtingar stórnotenda á langtímasamningum og aukinnar eftirspurnar heimila og smærri fyrirtækja, sem Landsvirkjun kappkostar að tryggja orku.”

Frá þessu greinir á vef Landsvirkjunar. Þar segir að eftirspurn eftir raforku á Íslandi hafi verið mikil undanfarið. Þegar eftirspurn sé mikil sé raforkukerfið viðkvæmara fyrir stöðunni í vatnsbúskapnum og líklegra að grípa þurfi til skerðinga.

„Viðskiptavinir á borð við fiskimjölsframleiðendur og gagnaver í rafmyntagreftri sem ekki hafa gert samninga um kaup á forgangsorku verða fyrir áhrifum þegar vatnafar gefur eftir og afhending til þeirra takmörkuð í samræmi við ákvæði samninga.”

Deila: