Hlutfjárútboð Ísfélagsins kynnt í morgun

Deila:

Hlutafjárútboð Ísfélagsins var kynnt á opnum fundi í Arion banka í morgun. Viðskiptabankarnir þrír munu hafa umsjón með útboðinu. Útboðið hófst á fimmtudag og því lýkur á föstudaginn, 1. desember. Til stendur að selja 14,5% hlut í félaginu en andvirði þeira er um 16 milljarðar króna.

Einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum er frjálst að kaupa í félaginu. Í kjölfarið stendur til að skrá félagið á markað í Kauphöllinni. Fundinn má sjá hér að neðan.

Deila: