Thor landeldi tryggir sér raforku

Deila:

ON ot Thor landeldi hafa undirritað samning sem tryggir Thor landeldi ehf. 5 MW af raforku frá Hellisheiðarvirkjun. Thor undirbýr gríðarstórt laxeldi í grennd við Þorlákshöfn. Áætluð heildarframleiðsla í þessum áfanga verkefnisins 5.000 tonn, en fyrsti áfangi verkefnisins er bygging seiðaeldisstöðvar. Jafnframt var undirrituð viljayfirlýsing um aukningu upp að 10 MW sem styður við frekari uppbyggingaráform Thor Landeldis.

Thor landeldi (sem áður hét Landeldi) áformar uppbyggingu 20.000 tonna laxeldi við Þorlákshöfn og hefur tryggt sér rúmlega 20 þúsund hektara lóð. Staðsetningin er talin afar heppileg fyrir landeldi þar sem svæðið er auðugt af fersku vatni og jarðsjó sem er mikilvægt til slíkrar framleiðslu á landi. Í forsvari fyrir verkefnið eru Halldór Ragnar Gíslason, Jónatan Þórðarson og Þórður Þórðarson, en auk þeirra er sjóðurinn IS Haf fjárfestingar hluthafi í félaginu.

„Við hjá Thor landeldi erum afar ánægð með að hafa náð þessum áfanga með ON og erum spennt fyrir komandi samstarfi. Þessi samningur er félaginu mjög mikilvægur áfangi á vegferð okkar að uppbyggingu laxeldisins“ er haft eftir Halldóri Ragnari Gíslasyni, framkvæmdastjóra Thor Landeldis ehf. á vef ON. 

Deila: