Bilun í skrúfu Herjólfs
BIlun hefur komið í ljós í annarri skrúfu Herjólfs. Skipið er fyrir vikið á leiðinni í slipp. Gamli Herjólfur mun annast siglingar milli lands og Eyja á meðan.
Haft er eftir Herði Orra Grettissyni, framkvæmdastjóra Herjólfs á mbl.is, að Herjólfur hafi verið að sigla á annarri skrúfunni undanfarið. Fyrir vikið séu aðeins farnar tvær ferðir á dag.
Þá hafi dýptarmæling í Landeyjarhöfn leitt í ljós að dýpið var ekki nógu mikið til að hægt væri að sigla allan daginn. Herjólfur geti aðeins siglt til Landeyjarhafnar á háflóði.