Hvað er að frétta af loðnunni?
Þekkingarsetur Vestmannaeyja stóð fyrir áhugaverðum fundi um loðnu þriðjudaginn 22. janúar. Þar flutti Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknastofnun erindi sem bar yfirskriftina: Hvað er að frétta af loðnunni?
Af vefsíðu Þekkingarseturs um erindið:
Þær umhverfisbreytingar sem orðið hafa á undanförnum áratugum hafa leitt til mikilla breytinga í útbreiðslu fiskistofna og er loðnan engin undantekning þar á. Í erindinu er þessum breytingum lýst og farið yfir það hvaða áhrif breytingarnar hafa haft á útbreiðslu loðnunnar. Farið er yfir stöðu þekkingar og hvernig reynt hefur verið að bregðast við þeim með aukinni vöktun og nýjum rannsóknum. Jafnframt er farið yfir stöðu nýjustu mælinga á loðnustofninum og spáð í horfurnar.
Hér má nálgast upptöku og glærur á vef Þekkingarseturs.