Ólíðandi stöðvun strandveiða

Deila:

Byggðaráð Skagafjarðar harmar stöðvun strandveiða. Þetta kemur fram í fundargerð. Þar segir að ólíðandi sé að veiðitími með skyndilegri stöðvun sé tekinn af strandveiðisjómönnum á Norðurlandi þriðja árið í röð vegna þess að potturinn sé búinn áður en verðmætasti fiskurinn kemur norður fyrir land.

Strandveiðar voru stöðvaðar 11. júlí að þessu sinni, þegar áætlað tímabil var rúmlega hálfnað. „Það er grund­vall­ar­atriði að jafn­rétti verði aukið á milli byggðarlaga, tæki­færi jöfnuð til að sækja í þann heild­arpott sem út­hlutað er til strand­veiða og tak­mörkuðum gæðum þannig skipt á rétt­lát­ari hátt á milli svæða en nú er. Mik­il­vægt er að Alþingi end­ur­skoði nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag með fram­an­greint í að mark­miði,“ seg­ir í bók­un­inni.

Deila: