Líkist evrópskum fljótapramma

Deila:

Danska flutningaskipið Dan fighter kom til Ísafjarðar í gær og lagðist upp að hafnarbakkanum á Mávagarði. Skipið vekur athygli fyrir útlit, en það líkist helst flutningaprömmum sem sigla upp og niður stórfljót meginlands Evrópu. Skipið kom til Ísafjarðar með stálþil, annars vegar 50 tonn í viðleguþyppu á Mávagarði og hins vegar 227 tonn sem fara í ofanflóðavarnir á Súðavíkurhlíð.

Áður en skipið kom til Ísafjarðar losaði það 400 tonn í Reykjavík og heldur í dag til Akureyrar.
Mynd og texti af bb.is

 

Deila: