Bandarískir forstjórar heimsækja Marel
Nýverið heimsótti hópur tíu bandarískra forstjóra sem tilheyrir samtökunum Young Presidential Organization, eða YPO, höfuðstöðvar Marel í Garðabæ. Árni Sigurðsson, yfirmaður stefnumótunar og þróunar, tók á móti gestunum og kynnti starfsemi Marel fyrir þeim.
Áhugi á viðskiptaháttum á Íslandi
Hópurinn hafði mikinn áhuga á að kynnast bæði Marel og því hvernig er að stunda viðskipti frá Íslandi í alþjóðasamhengi. Hópurinn tilheyrir vestur Michigan stúku YPO. Flestir forstjórana starfa í litlum fylkjum í Bandaríkjunum og telja sig því eiga ýmislegt sameiginlegt með Íslandi. Í kjölfar erindis Árna fengu gestir leiðsögn um framleiðsluna í Garðabæ þar sem þeir spurðust nánar fyrir um ýmis atriði sem þeir höfðu sérstakan áhuga á.
Um Young Presidential Organization
YPO eru alþjóðleg samtök sem veita framkvæmdarstjórnendum fyrirtækja vettvang til þess að efla tengslanet sitt og læra af hvorum öðrum. Rúmlega 25.000 stjórnendur eru meðlimir í samtökunum og búa þeir í fleiri en 130 löndum og stýra fyrirtækjum úr fjölbreyttum atvinnugreinum.