Strandveiðimenn efna til mótmæla

Deila:

Strandveiðifélag Íslands hefur boðað til mótmæla í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn klukkan tólf á hádegi vegna stöðvunar strandveiða. Síðasti dagur strandveiða var í gær. Allir strandveiðisjómenn og aðrir stuðningsmenn handfæraveiða eru beðnir að taka þátt.

„Við erum í rauninni bara að mótmæla þessari ótímabæru stöðvun strandveiða annað árið í röð. Og viljum í rauninni fá einhverjar viðbætur núna en líka að kerfið verði lagað, svo að þetta gerist ekki ár eftir ár,“ hefur RÚV eftir Kjartani Páli Sveinssyni, formanni Strandveiðifélags Íslands.

Stjórn Landssambands strandveiðimanna hefur skorað á matvælaráðherra að endurskoða ákvörðun sína um stöðvun strandveiða.

Deila: