Ráðstefnan strandbúnaður verður haldin í mars 2020
Strandbúnaður 2020 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.
Tilgangur
Tilgangur félagsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar. Félagið er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu.
Birtingaráætlun
Gert er ráð fyrir að fylgja eftirfarandi birtingaráætlun vegna Strandbúnaðar 2020:
- Október: Heiti á málstofum og lýsing
- Desember: Dagskrá með vinnuheitum erinda
- Janúar: Endanleg dagskrá
Mars: Ráðstefnuhefti