UNO fer í Sólbergið

Deila:

Fiskvinnsluvélaframleiðandinn Vélfag hefur gert samning við Ísfélagið um UNO fiskvinnsluvél sem fer um borð í frystitogarann Sólberg ÓF-1. Samkomulagið var handsalað á sjávarútvegssýningunni í Barcelona á dögunum en um er að ræða fyrstu UNO vélina sem fer um borð í íslenskan togara. Sem kunnugt er hefur hin byltingarkennda UNO vél verið í þróun hjá Vélfagi um nokkurt skeið og var hulunni fyrst svipt af þessu þróunarverkefni á sjávarútrvegssýningunni í Laugardalshöll haustið 2022. Nú undir vorið fóru fyrstu tvær UNO vélarnar frá Vélfagi í nýjan togara í Noregi. Þar er um að ræða vélar sem taka inn hausaðan og slægðan fisk og skila roðlausum og beinlausum flökum.

Á meðfylgjandi mynd handsala þeir Ólafur Marteinsson hjá Ísfélaginu og Ragnar Guðmundsson hjá Vélfagi samninginn um UNO vélina í Sólberg ÓF.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Deila: