Gríðarleg átvögl

Deila:

Hvalir þurfa mikið af fæðu til að halda sér gangandi enda þeir stærstu tugir tonna að þyngd. Í umræðunni um hvalveiðar að undanförnu hefur meðal annars komið fram að hvalir í hafinu umhverfis Ísland éti árlega um sex milljónir tonna af sjávarlífverum á ári. Það er allt frá örsmárri ljósátu og rauðátu upp í stærri fiska.

Á vef BBC er að finna ýmsan fróðleik um hvali. Þar er meðal annars eftirfarandi samanburður á áti búrhvala á sjávarlífverum og okkar mannfólksins. Árlegur fiskafli á heimsvísu er áætlaður um 115.000 milljónir tonna. Á jörðinni búa um 7,3 milljarðar manna. Samkvæmt því borðar hvert manns barn um 15 kíló af sjávarfangi á ári að meðaltali. (Reyndar er umtalsverður hluti fiskaflans ýmis uppsjávarfiskur, sem veiddur er til að vinna úr honum fiskimjöl og lýsi. Það er ekki til manneldis heldur að mestu leyti í fóður fyrir fiskeldi. Því er fiskneysla á mann á heimsvísu líklega nokkru minni en 15 kíló á ári.)

Talið er að í heimshöfunum séu um 360.000 búrhvalir, en uppáhaldsfæða þeirra er risasmokkfiskur. Talið er að þeir éti um 131 milljón tonna af sjávarlífverum á ári. Samkvæmt því étur hver búrhvalur 350.000 kíló af sjávarlífverum á ári.

http://www.bbc.com/earth/story/20151103-which-species-eats-more-seafood-humans-or-sperm-whales

 

Deila: