Minna af undirmáli

Deila:

Við skoðun LS á undirmálsafla fimm fisktegunda sker síðasta fiskveiðiár sig úr hvað magn snertir.  Tegundirnar sem hér um ræðir eru þorskur, ýsa, ufsi, gullkarfi og humar.  Alls nam undirmálsafli þessara tegunda 1.073 tonn á fiskveiðiárinu sem lauk 31. ágúst s.l.  Fiskveiðiárið 2012/2013 skilaði hins vegar mestu magni á þessu 5 ára tímabili 1.678 tonnum.

Í þorski var 30% minni magn af undirmáli en fiskveiðárið þar á undan.  Á fyrstu 4 árum tímabilsins sem skoðuð voru var hann hins vegar nokkuð jafn.  Mestur 2012/2013 1.358 tonn, minnstur 1.145 tonn fiskveiðiárið 2014/2015.

Í ýsu skar árið 2012/2013 sig nokkuð úr með 197 tonn.  Á síðasta ári jókst undirmálsaflinn um 11% frá fiskveiðiárinu 2015/2016/.

Undirmálsafli í ufsa er einnig nokkuð áhugavert að skoða.  Í fyrra aðeins 3 tonn en á árinu þar á undan alls 20 tonn.

Líkt og í þorski minnkaði undirmálsafli í gullkarfa mikið milli ára eða um 43%, úr 80 tonnum í 46 tonn.  Síðasta fiskveiðiár skar sig líka úr eins og í þorski.

Lítið hefur verið um undirmál í humri á sl. 3 fiskveiðiárum, 2 – 7 tonn.  Fiskveiðiárin 2013/2014 og 2012/2013 var hann hins vegar 20 tonn og 22 tonn.

„Rétt er að láta lesendur það eftir að koma með skýringar á þessum sveiflum,“ segir á heimasíðu LS.

undirmál

 

Deila: