Félag kvenna í atvinnulífinu heimsækir Marel

Deila:

Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, heimsótti Marel í Garðabæ þann 23. nóvember síðastliðinn til að fræðast um fyrirtækið og konurnar sem þar starfa.

Konur í Marel tóku á móti 80 konum úr FKA og kynntu sig en um er að ræða fjölbreyttan hóp kvenna með mikla reynslu og breiðan bakgrunn, til að mynda menntun í verkfræði, fjármálum, viðskiptafræði, markaðsfræði og fleiri greinum en á Íslandi  starfa rúmlega 100 konur.

Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, bauð gesti velkomna og veitti innsýn í starfsemi Marel og vexti þess undanfarna áratugi, stefnu og framtíðarsýn. Þá tóku við þær Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir mannauðsráðgjafi en þær fjölluðu vinnustaðamenningu Marel og starfsfólkið okkar.

Að lokum miðlaði Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir vöruþróunarstjóri Marel af reynslu sinni sem stjórnandi og deildi því hvernig hún og hennar teymi vinna markvisst að því að efla frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun í starfi Marel til að mæta örum markaðsvexti og aukinni eftirspurn eftir matvælum í þeim iðnuðum sem Marel starfar.

Mikil ánægja var með viðburðinn en að erindum loknum gafst tækifæri til spjalls og bárust fjölmargar fyrirspurnir um starfssemina.

 

Deila: