Vel kæst skata og lambakjöt í uppáhaldi

Deila:

Fisksalinn Ágúst Tómasson í Fiskbúðinni við Trönuhraun er maður vikunnar á Kvótanum að þessu sinni. Hann hefur selt fisk í áratugi en á sjó byrjaði hann á sínum tíma á Þórkötlu frá Grindavík. Hann er mikill útivistarmaður og hálendi Íslands heillar hann.

 

Nafn?

Ágúst Tómasson.

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn í Reykjavík.
Fjölskylduhagir?

Giftur Elísabetu Guðmundsdóttur, frá Ólafsvík og eigum saman þrjá syni og eina dóttur.

Hvar starfar þú núna?

Rek fiskbúðina að Trönuhrauni 9 Hafnarfirði, sem áður áður var við Reykjavíkurveg 3 frá 1959.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Fór til sjós frá Grindavík 1971 frá Grindavík á Þórkötlu með Pétri Guðjónssyni.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Mér þótti skemmtilegast að vera á línuveiðum og síðan að reka fiskbúð.
En það erfiðasta?

Mjög erfitt er að lenda í stórviðrum á sjó.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Margt skrítið hefur gerst, en síðan ég byrjaði með fiskbúðina er skrítnasti fiskurinn guðlax, sem ég fékk frá Þorkákshöfn.  Akfeitur og ekki góður.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru býsna margir, en einn þeirra er Guðmundur, sem var stýrimaður á Þórkötlunni.
Hver eru áhugamál þín?

Ég mikið fyrir útiveru og fjallgöngu og svo er vinnan áhugamál líka.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Vel kæst skata og lambakjöt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Myndi velja gott veður og hreint og gott loft á hálendi Íslands.

 

Deila: