Áhöfn Freyju í uppgönguæfingu

Deila:

Áhöfnin á varðskipinu Freyju tók þátt í svokallaðri uppgönguæfingu á dögunum þar sem hluti áhafnarinnar fór um borð í þýsku freigátuna Sacsen.
Áhafnir Landhelgisgæslunnar hljóta margvíslega þjálfun til að bregðast við ólíkum og krefjandi aðstæðum á hafinu umhverfis Ísland. Norska herskipið Thor Heyerdahl tók einnig þátt í æfingunni sem var liður í Norður-Víkingi 2022.
Á Norður-Víkingi hefur áhöfnum Landhelgisgæslunnar gefist mikilvægt tækifæri til að samhæfa aðgerðir með samstarfsþjóðunum, einkum og sér í lagi á sviði leitar og björgunar.
Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson.

Deila: