Færeyingar fá meira úr norskri lögsögu

Deila:

Færeyingar og Norðmenn hafa náð samkomulagi um skiptingu á gagnkvæmum fiskveiðiheimildum á næsta ári. Aukinn kvóti Færeyinga um 360 tonn af botnfiski er hluti samkomulagsins.

Samkvæmt samkomulaginu verður færeyskum skipum heimilt að veiða 4.945 tonn af þorski, 1.100 tonn af ýsu, 500 tonn af ufsa og 400 tonn af öðrum fisktegundum innan lögsögu Noregs á næsta ári.

Þar að auki fá færeysku skipin leyfi til að sækja veiðiheimildir sem þeir hafa samið við Rússa um í lögsögu Noregs. Þannig geta þeir sótt 3.450 og 300 tonn af ýsu þangað, en um er að ræða veiðiheimildir í Barentshafi í báðum tilvikum.

Kvóti norskra skipa innan lögsögu Færeyja eykst einnig. Nú mega norsk skip veiða 2.500 tonn af blálöngu þar og 2.000 tonn af keilu, en það er hækkun um 200 og 79 tonn. Af öðrum tegundum mega Norðmenn veiða 800 tonn af öðrum tegundum, en 100 tonna ufsakvóti Norðmanna fellur niður.

Þá hækka heimildir Norðmanna til veiða á makríl innan lögsögu eyjanna um 600 tonn í 6.600 tonn, en kolmunnakvótinn verður óbreyttur í 30.000 tonn.

 

Deila: