Ósýnilegar framkvæmdir

Deila:

„Fram­kvæmd­ir hér sem hafa verið gerðar á höfn­inni sjást ekk­ert. Þess­ar dýpk­an­ir sem sjást ekk­ert eru álíka mikl­ar bara og Hval­fjarðargöng­in, í efn­is­magni sem búið er að moka upp,“ seg­ir Sig­urður A. Krist­munds­son, hafn­ar­stjóri í Grinda­vík, í sam­tali við mbl.is.

Fyrr á ár­inu hóf­ust fram­kvæmd­ir við end­ur­gerð á svo­nefnd­um Miðgarði í Grinda­vík­ur­höfn þar sem setja á niður nýtt 260 metra langt stálþil og end­ur­nýja á allt lagna­verk í bryggj­unni. Til viðbót­ar við nýja stálþilið og stækk­un bryggj­unn­ar verður lægið við viðlegukant­inn dýpkað niður og er það sú fram­kvæmd sem er þegar haf­in.

Auka dýpið um 4,5 metra

Lægsta dýpi við kant­inn er núna 3,5 metr­ar og það á að auka dýpið meðfram öll­um kant­in­um niður í átta metra sem mun auka nota­gildið. „Þeir bát­ar sem eru núna að landa hérna í Grinda­vík, marg­ir af þeim geta ekki legið við þenn­an kant vegna þess að dýpið er ekki nógu mikið. Það á sem sagt að auka dýpið þannig að það henti öll­um flot­an­um, þess­um grind­víska flota og fleir­um sem að vilja koma,“ út­skýr­ir Sig­urður. Þá verða einnig gerðar frek­ari brag­ar­bæt­ur á kant­in­um.

Í heild­ina er um að ræða þrjú útboð, verkið við stálkant­inn, lagn­ing nýrr­ar þekju yfir bryggj­una og loks dýpk­an­irn­ar. Sig­urður ger­ir ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um ljúki ekki fyrr en á næsta ári en ætla má að fram­kvæmd­ir verði sýni­legri þegar haf­ist verður handa við stálkant­inn og þekj­una.

Best­ir í bol­fiski í Grinda­vík

Frá ára­mót­um og fram und­ir haust er yf­ir­leitt hvað mest um að vera í höfn­inni í Grinda­vík en á haust­in fær­ast veiðar lengra norður með land­inu og þá ró­legra hjá Sig­urði og fé­lög­um í Grinda­vík. Þar er engu að síður ein stærsta út­gerð á land­inu en að sögn Sig­urðar er Grinda­vík í 6. sæti á land­inu hvað varðar afla­verðmæti, en önn­ur kvóta­hæsta ver­stöð lands­ins.

„Við erum mjög góðir í bol­fiski,“ seg­ir Sig­urður. „En svo er mæld síld og loðna sem að við höf­um misst svo­lítið frá okk­ur […] Þessi sér­hæf­ing hef­ur átt sér stað í nokkuð lang­an tíma þannig menn eru orðnir nokkuð sér­hæfðir í bol­fiski hérna í Grinda­vík, enda er hún önn­ur kvóta­hæsta ver­stöð lands­ins,“ bæt­ir hann við.

Sig­urður hef­ur verið hafn­ar­stjóri síðan árið 2012 en áður starfaði hann sem hafn­sögumaður og hafn­ar­vörður. Nú yfir há­sum­arið er hann önn­um kaf­inn frá morgni til kvölds við vigt­un, skrán­ing­ar og önn­ur verk­efni í hafn­ar­hús­inu. Að sögn Sig­urðar hef­ur verið meira að gera í sum­ar en í fyrra, en í ár hafi ekki verið ráðinn sum­arstafsmaður í af­leys­ing­ar.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

Deila: