Gullberg VE til heimahafnar

Gullberg VE 292, nýtt skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gærmorgun frá Noregi. Tekið var á móti skipinu, Jóni Atla Gunnarssyni skipstjóra og áhöfn hans með blómum og breiðum brosum.
Formleg móttöku- og nafngiftarathöfn verður kl. 15 á fimmtudaginn kemur, 30. júní, og í kjölfarið býðst almenningi að skoða skipið.
Gullberg VE er fjórða uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar. Fyrir eru Huginn, Ísleifur og Sighvatur Bjarnason (sem áður hét Kap).
Fleiri myndir má sjá á slóðinni https://www.vsv.is/about-vsv/news/gullberg-ve-til-heimahafnar/